Jólatré og fleira til sölu á laugardag í samfélagssmiðjunni á Egilsstöðum
Stafafura, blágreni, rauðgreni, fjallaþinur og lindifura eru þær tegundir jólatrjáa sem til sölu verða laugardaginn 19. desember í Samfélagssmiðjunni á Egilsstöðum. Þessi litli markaður er örlítil sárabót fyrir jólamarkaðinn Jólaköttinn sem er árlegur viðburður eystra en fellur niður í ár vegna faraldursins.
18.12.2020