Ákveðið hefur verið að Menntamálastofnun taki að sér verkefnabanka Skógræktarinnar um útinám, „Lesið í skóginn“. Verkefnin í bankanum verða gefin út á rafrænu formi og miðlað til skóla landsins. Samningur þessa efnis var undirritaður á Mógilsá í dag.
Skógrækt var í gær kynnt troðfullum sal þátttakenda á Vísindadögum Menntaskólans á Ísafirði sem nú standa yfir. Fjallað var meðal annars almennt um Skógræktina, skipulag hennar og fjölbreytt verkefni stofnunarinnar en einnig um Íslenska skógarúttekt.
Grisjun í Haukadalsskógi í Biskupstungum sem unnið er að þessa dagana mun skila minnst 800 rúmmetrum af timbri. Stórvirk vinnuvél er notuð við verkið sem gengur því greiðlega fyrir sig, nú í mildu haustveðrinu. „Skógarnir eru auðlind sem skilar okkur sífellt meiri afurðum,“ segir Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi, í samtali við Morgunblaðið.
Í umræðu um landnotkun, landvernd og landeflingu á Íslandi eru deilur áberandi um annað hvort eða. Annað hvort er skógrækt eða sauðfjárrækt. Annað hvort er að stækka skóglendi landsins eða stækka votlendi. Annað hvort er að hætta allri skógrækt eða að lóan og spóinn deyi út. Sannleikurinn er sá að í loftslagsbaráttunni þarf að nota margar góðar aðferðir. Ein þeirra er skógrækt.
Notkun moltu virðist vera álitleg aðferð til að koma upp gróðureyjum birkis og flýta fyrir fræmyndun og útbreiðslu þess á örfoka landi . Moltan hefur marktækt jákvæð áhrif á vöxt og hreysti birkis miðað við annars konar áburð. Þetta er meðal niðurstaðna úr tilraunum Skógræktarinnar, Landgræðslunnar og Moltu ehf. með notkun moltu við skógræktarverkefni á Hólasandi.