Vorviður auglýsir eftir umsóknum um styrki til kolefnisbindingar með skógrækt á vegum félaga og félagasamtaka. Verkefnið Vorviður er hluti aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum. Umsóknarfrestur um styrki fyrir árið 2023 er til 15. apríl.
„Heilbrigða skóga fyrir heilbrigt fólk“ er yfirskrift alþjóðlegs dags skóga að þessu sinni. Dagurinn er 21. mars ár hvert og myndbandið sem skógasvið FAO gefur út í tilefni dagsins kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku.
Áttundi mars er alþjóðlegur dagur kvenna. Í tilefni af því er ekki úr vegi að kíkja á leiðbeiningarrit um jöfnun kynjahlutfalla í lífhagkerfinu sem SNS, samnorræn samtök um skógrannsóknir, og NKJ, samnorræn samtök rannsókna í landbúnaði, hafa sett saman.
Skógræktin og Skipulagsstofnun hafa gefið út endurskoðaða útgáfu bæklingsins Skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Bæklingurinn er nú í samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið á lögum og stefnu stjórnvalda í skógræktarmálum.
Af þintegundum þekkja flest okkar líklega helst nordmannsþin sem kenndur er við finnska grasafræðinginn Alexander von Nordmann – en alls engan Norðmann. Sú tegund er upprunnin í fjöllunum sunnan og austan við Svartahaf. Hún getur vaxið við allrabestu aðstæður á Íslandi en ekki er raunhæft að rækta hana hér til jólatrjáaframleiðslu miðað við núverandi loftslag. Öðru máli gegnir um hinn norður-ameríska fjallaþin. Með kynbættum afbrigðum fjallaþins sem ræktuð hafa verið fram hérlendis gæti hillt undir að íslenskur fjallaþinur velgi nordmannsþin ærlega undir uggum á jólatrjáamarkaðnum í framtíðinni.