Helga Ösp Jónsdóttir hefur verið ráðin plöntusjúkdómafræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar. Níu umsóknir bárust um starfið.
Með nýrri virkni á vef Loftslagsskrár Íslands má nú kynna sér með myndrænum hætti og texta þau kolefnisverkefni vítt og breitt um heiminn sem skráð hafa verið. Þar á meðal er vaxandi fjöldi nýskógræktarverkefna á Íslandi.
Umhverfis- og orku- og loftslagsráðherra segir sofandahátt gagnvart landnotkun og skógrækt hafa orðið til þess að Ísland þurfti á þessu ári að kaupa losunarheimildir. Ef loftslagsmarkmið Íslands fyrir 2030 nást ekki þarf að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða á hverju ári.
Ung stúlka úr Kópavogi vann gjafabréf fyrir jólatré úr Haukadalsskógi í getraun sem efnt var til í bás rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Vísindavöku Rannís sem fram fór um helgina. Básinn var vel sóttur og vakti mikla lukku gesta að fá að mæla tré og telja árhringi í viðarsýnum.
Víða á Vestfjörðum eru að vaxa upp fallegir skógar og nú er svo komið að sumir þeirra þurfa umhirðu við. Dæmi um slíkan skóg er á Kvígindisfelli við Tálknafjörð. Þar hittust skógræktarráðgjafar af Vestfjörðum og Vesturlandi miðvikudaginn 20. september til að meta umhirðuþörf skógarins.