Starfsemi Skógræktarinnar er byggð á þremur gildum sem leiðbeina um hegðun og vinnubrögð starfsmanna. Þau gildi eru:

fagmennska - samvinna - framsækni

 

Við sýnum fagmennsku í störfum okkar

 • Við tökum ákvarðanir og vinnum á forsendum skógræktar í þágu samfélags og umhverfis.
 • Við erum öguð í vinnubrögðum, störfum af sanngirni og festu, sýnum verkefnum og samstarfsaðilum okkar virðingu.
 • Við tökum ákvarðanir á grunni rannsókna og bestu fáanlegra upplýsinga og eflum bæði gæði og skilvirkni stig af stigi í starfi Skógræktarinnar.
 • Við erum áreiðanleg í öllu tilliti og leggjum áherslu á að viðhalda þekkingu þannig að Skógræktin sé forystuafl á sínu sviði og njóti trausts.

Við eigum samvinnu innan og utan skógræktargeirans

 • Við leiðum saman samstarfs- og hagsmunaaðila í skógrækt og aðra þá sem búa yfir þekkingu eða gegna hlutverki í málaflokknum, í þágu aukinnar skógræktar.
 • Við vinnum saman sem ein heild.
 • Við sýnum lipurð, erum forsjál og þegar þess þarf sveigjanleg.
 • Við erum virk, jákvæð, störfum þétt saman og hvetjum hvert annað við úrlausn verkefna.
 • Við erum virk í rannsóknarstarfi innan lands og utan.

Við sýnum framsækni við úrlausn verkefna

 • Við sýnum framsækni í störfum okkar að skógrækt og höfum forystu í framþróun skógræktar á Íslandi til betri árangurs og meiri skilvirkni.
 • Við nýtum menntun, þekkingu og reynslu okkar í þágu skógræktar.
 • Við komum auga á tækifæri til úrbóta og útfærum þau.
 • Við fylgjumst með nýjungum innan lands sem utan, komum á framfæri nýjum aðferðum og aukum þannig skóglendi landsins og verðmæti skógarauðlindarinnar.
 • Við erum opin fyrir viðhorfum og þekkingu samstarfs- og hagsmunaaðila og sækjum í þekkingu þeirra og reynslu til eflingar skógrækt á Íslandi.

Stefnumótun Skógræktarinnar fór fram veturinn 2015-2016 og má nálgast hér á vefnum (sjá kafla til hægri) og einnig hlaða niður í heild sinni: