Lauftré í skógrækt á Íslandi

Lauftré eru dulfrævingar (Angiospermae) og hylja því fræ sín aldini. Laufskógar eru einkennandi fyrir laufskógabeltið sem tekur við sunnan barrskógabeltisins. Í laufskógabeltinu eru mildir, stuttir vetur og hlý sumur. Úrkoma er að jafnaði meiri en í barrskógabeltinu jafnari árið um kring. Jafnframt er jarðvegur dýpri og frjósamari en í barrskógunum og lífríkið allt fjölskrúðugra.

 

Meira um

Lauftré hafa flöt og misbreið lauf sem flestar tegundirnar fella á haustin. Laufré vaxa bæði á hæðina og breiddina þótt mikill munur sé á því frrá einni tegund til annarrar. Króna lauftrjáa er gjarnan kúlulaga. Laufin eru breið til að þau geti sem best tekið við sólarljósinu. Flest lauftré blómstra á vorin en hjá mörgum þeirra eru blómin mjög lítil og lítt áberandi. Á sumum lauttrjám myndast þyrpingar smárra blóma sem kallast reklar. Mörg lauftré mynda líka aldin á haustin, ber, ávexti eða hnetur. Dæmi um það er íslenski reynirinn. Aldin trjáa eru mikilvæg fæða ýmissa dýrategunda en líka okkar mannanna.

Þrjár tegundir lauftrjáa fundust á Íslandi áður en landið byggðist, ilmbjörk, reyniviður og blæösp. Gulvíði og loðvíði mætti e.t.v. telja með þótt þær tegundir séu fremur runnar en tré. Ýmsar tegundir hafa verið reyndar í skógrækt hérlendis en hér fyrir neðan eru þær algengustu og þær sem helst má vænta nytja af.