Sorbus hybrida

Hæð: Oftast fremur lágvaxið  tré,ætti að geta náð a.m.k.  10 m hérlendis

Vaxtarlag: Með stuttan stofn og breiða, fremur óreglulega krónu

Vaxtarhraði: Fremur hægur

Landshluti: Víða um land

Sérkröfur: Þarf frjósaman jarðveg

Styrkleikar: Tignarlegt tré, blóm, ber, frostþolnara en silfurreynir

Veikleikar: Reyniáta, trjámaðkur

Athugasemdir: Gráreynir er gamall í garðrækt hérlendis. Því hefur verið haldið fram að hann sé blendingur reyniviðar og silfurreynis en það er líklega ekki rétt. Gráreynir er líklega annar blendingur reyniviðar og seljureynis sem varð til í Finnlandi.