Kanna hvernig nota megi moltu við skóggræðslu á auðn ásamt tilraunum með niturbindandi tegundir í moltu

Verkefnið hófst vorið 2015. Markmið tilraunarinnar var að skoða moltu sem áburðarefni fyrir lerki og birki í næringarsnauðu berangri á Hólasandi. Bætt var við tilraunina vorið 2017 en þá var skoðuð sáning mismunandi smárategunda í moltu samhliða gróðursetningu. Mælingar

2019: Unnið var úr úr upplýsingum á tilrauninni frá 2015. Niðurstöður hafa verið birtar í Skógræktarritinu 2019.

2020: Engar mælingar fyrirhugaðar en fylgst með framvindu tilraunanna. Stefnt að mælingu á tilrauninni frá 2017 að hausti 2021.

Verkefnið er unnið í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og Moltu ehf.

Rannsóknarsvið

Nýræktun skóga og skjólbelta

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason

Starfsmenn Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason

Pétur Halldórsson

Aðrir starfsmenn

Daði Lange Friðriksson, svæðisstjóri Landgræðslunnar í Þingeyjarsýslum

Fulltrúar Moltu ehf.