Skógrækt á lögbýlinu Hóli Önundarfirði. Ljósmynd: Sæmundur ÞorvaldssonSkjólskógar á Vestfjörðum höfðu nokkra sérstöðu meðal landshlutaverkefna í skóg­rækt. Þeir voru stofnaðir á grunni laga frá 1999. Í upphafi var óvissa um hvort að­stæð­ur vestra hentuðu til nytja­skógrækt­ar en niður­stöður rann­sókna sýndu að hag­stætt væri að rækta þar beitar- og skjól­skóga. Saga og hugmynda­fræði Skjól­skóga á Vest­fjörðum spratt af frum­kvæði heima­manna sem stofnuðu félagið Skjólskóga 1996 til að kanna möguleika landeigenda á að ráðast í skjólbeltaframkvæmdir og skógrækt á jörðum sínum í líkingu við það sem stóð til boða í öðrum landshlutum. Markmiðið var að breyta búsetuskilyrðum til batnaðar, rækta fjölnytjaskóga á frjósömu landi til timbur­fram­leiðslu, skjólskóga á nokkrum stórum flákum með fjölbreyttum trjágróðri og jafnvel orkuskóga. Verkefnin sem unnið var að á árunum 1997-2000 runnu inn í Skjólskóga á Vestfjörðum þegar þeir urðu eitt af landshlutaverkefnum ríkisins í skógrækt.

Eftir sameiningu skógræktarstofnana 2016 heyrir skógrækt á lögbýlum undir skógarauðlinda­svið Skógræktarinnar og sinna skógræktarráðgjafar Vestfjörðum frá starfstöð Skógræktarinnar á Ísafirði. Skógræktarráðgjafi er einnig í Bjarnarfirði á Ströndum sem sinnir Ströndum, innan­verðu Ísafjarðardjúpi og svæðum í Dölum og á Barðaströnd . Ársyfirlit um skógrækt á lögbýlum birtist nú í Ársriti Skógræktarinnar sem gefið er út árlega.

Ársskýrslur Skjólskóga á Vestfjörðum

2000               2001   2002      2003      2004     
2005      2006      2007      2008      2009     
2010      2011      2012      2013      2014     
2015