Vörulýsing: Trjáfræ af flestum skógartrjám sem bera fræ á Íslandi.
Skógræktin gefur út frælista sem uppfærður er reglulega. Nýr frælisti var gefinn út í mars 2023, m.a. með íslensku fræi sem sent hefur verið utan til hreinsunar.
Nánari upplýsingar gefur Valgerður Jónsdóttir, netfang valgerdur@skogur.is og sími 862 7854.
Þá má líka til gagns og gamans benda á að á vef Skógræktarinnar er líka að finna fræskrár allt aftur til ársins 1933 þar sem eru fróðlegar upplýsingar um hvað hefur verið flutt til landsins og afgreitt til ræktenda af ýmiss konar fræi trjátegunda.