Jón Anton Magnússon og Auður Höskuldsdóttir taka við sendingu af skógarplöntum glöð í bragði. Ljósmynd: Sæmundur ÞorvaldssonBær 1 við Steingrímsfjörð. Hjónin Jón Anton Magnússon og Auður Höskulds­ dóttir taka hér glöð við sendingu af skógarplöntum frá Sólskógum á Akureyri.

Eftirvæntingin leynir sér ekki enda vor í lofti og hugur í fólki að gróðursetja.

Bær 1 er á Selströnd skammt norðan við Drangsnes. Þar er samningur frá árinu 2005 um ræktun fjölnytjaskóga upp á 80 hektara. Nú er langt komið að planta í svæðið og þegar komnar í jörð 152.600 plöntur.

Tæpur þriðjungur er birki, greni annað eins og lerki um 17 prósent en restin aðrar tegundir.

Á myndinni sjást þau hjónin ásamt Kristjáni Jónssyni skógræktarráðgjafa og ónefndum bílstjóra.