Lat: Euceraphis punctipennis

Lífsferill

Birkisprotalús (Euceraphis punctipennis) hefur mjög svipaðan lífsferil og birkiblaðlús. Hún skríður úr eggi um svipað leyti og birkið laufgast og fjölgar sér með kynlausri æxlun fram eftir sumri. Æxlun og varp er síðsumars og eggin liggja í dvala til vors.

Tjón

Birkisprotalús veldur litlu tjóni og er ástæðulaust að úða gegn henni.

Varnir gegn skaðvaldi

Vegna lítils tjóns af völdum birkisprotalúsar er ástæðulaust að úða gegn henni.