Meta möguleika ýmissa þintegunda o.fl. teg. til jólatrjáaræktar, einkum fyrir Suður- og Vesturland

2018: Tegunda og kvæmarannsókn: Sáð vænlegum kvæmum af ýmsum tegundum þins og fleiri tegunda til að meta möguleika þeirra til jólatrjáaræktar, sérstaklega fyrir vetrarmild svæði sunnan- og vestanlands.

Ekki liggur endanlega fyrir hversu mörgum fræpartíum verður sáð en reynt verður að takmarka umfangið við um 10 fræpartí og tilraunastaðina við 5.

2018: Frægarður stafafuru til jólatrjáaframleiðslu: Nokkrir klónar stafafuru sem líklegir eru til að gefa afkomendur sem verða falleg jólatré verða ágræddir á grunnstofna vorið 2018. Böðvar Guðmundsson mun sinna úrvalinu í febrúar.

Rannsóknarsvið

Erfðaauðlindir

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason

Starfsmenn Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason