Ungur greni- og asparskógur að Páfastöðum Skagafirði. Ljósmynd: Pétur HalldórssonNorðurlandsskógar voru stofnaðir árið 2000. Starfsvæði þeirra náði vestan frá Hrútafirði austur á Langanes. Upphafleg starfsáætlun Norðurlandsskóga var gerð til 40 ára og markmiðið var að klæða skógi á þeim tíma allt að 5% láglendis undir 400 metra hæð yfir sjó. Fjölbreytni var eitt af megineinkennum Norðurlandsskóga, áhersla lögð á að blanda saman tegundum til að skapa fjölbreytt vistkerfi en talsverð áhersla var einnig lögð á skjólbeltarækt. Þó nokkra skógarreiti má finna á Norðurlandi sem eru eldri en frá tíð Norðurlandsskóga og tilheyrðu verkefninu Nytjaskógrækt á bújörðum.

Eftir sameiningu skógræktarstofnana 2016 heyrir skógrækt á lögbýlum undir skógarauðlinda­svið Skógræktarinnar og sinna skógræktarráðgjafar Skagafirði, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum frá frá starfstöð Skógræktarinnar á Akureyri en Húnavatnssýslum frá starfstöðinni á Silfrastöðum Skagafirði. Ársyfirlit um skógrækt á lögbýlum birtist í Ársriti Skógræktarinnar sem gefið er út árlega.

Ársskýrslur Norðurlandsskóga

2000 2001 2002 2003 2004
2005 2006 2007 2008 2009
2010 2011 2012 2013 2014
2015