• Eigandi: Skógræktin
  • Staður: Kjalarnes
  • Sveitarfélag: Reykjavík
  • Byggingarár: 1967
  • Skráð: 16.08.2012

Lýsing: Snorrabúð er hluti af þjóðargjöf Norðmanna til skógræktar á Íslandi. Húsinu hefur verið breytt í skrifstofur fyrir starfsmenn. Það var byggt úr steinsteypu, ein hæð með lágu risi, alls um 400 m³. Haraldur, þá krónprins Norðmanna, vígði húsið um leið og stöðvarhúsið. Húsinu er vel við haldið og þjónar það starfsemi stöðvarinnar vel. Það var upphaflega bústaður staðarhaldara á Mógilsá.

Snorrabúð