Acer negundo

Hæð: Stórt tré, óvíst með hæð hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna tré með breiða krónu

Vaxtarhraði: Fremur lítill

Hvaða landshluta: Einkum á sunnanverðu landinu á skjólsælum og sólríkum stöðum

Sérkröfur: Þarf frjósaman jarðveg, skjól í æsku og hlýtt sumar

Styrkleikar: Tignarlegt tré, viður

Veikleikar: Lítil reynsla

Athugasemdir: Eina hlyntegundin með fjaðurskipt laufblöð og líkist því gjarnan aski frekar en hlyn. Mjög lítið reynd hérlendis en vex m.a. í Klettafjöllunum í allt að 2.500 m hæð og ættu kvæmi af þeim slóðum að eiga möguleika hérlendis