Meta útbreiðslu birkiskóga til forna með rannsóknum á skógarleifum í jarðlögum frá nútíma (síðustu 10.000 árin)

Skógarleifar í jarðlögum

Rannsókn á fornum skógarleifum sem víða finnast í jarðlögum frá nútíma (síðustu 10.000 árin) og hafa varðveist þar sem skilyrði eru fyrir hendi t.d í mýrum, undir öskulögum o.s.frv. Markmiðið er að fá ákveðnar hugmyndir um útbreiðslu hinna fornu birkiskóga landsins. Fundastaðir eru kortlagðir og rannsakaðir með tilliti til aldurs, tegundasamsetningar, vaxtarhraða, vaxtarskilyrða, þéttleika og myndunarsögu.

Fornskógar á Markarfljótsaurum, Drumbabót:

Rannsóknir á fornum skógarleifum sem finnast við eyrar Þverár í Fljótshlíð. Árið 2018 kom út grein um verkefnið í Nature Communications.

2020: Rannsóknum á Markarfljótsaurum verður framhaldið, vísbendingar um nýja fundastaði fornviðar kannaðir.

Gróðurleifar undan Breiðamerkurjökli:

Á árinu 2017 hófst samstarf við Náttúrustofu Suðausturlands um rannsóknir á gróðurleifum sem finna má við rætur Breiðamerkurjökuls. Meðal annars koma birkitrjádrumbar undan jöklinum sem eru um 3000 ára gamlir. Þessum rannsóknum verður framhaldið á árinu 2020.

2019: Unnið var við frekari greiningar á fornviðum og lokið við greinagerð sem send var á samstarfsaðila

2020: Unnið verður í alþjóðlegri grein um "sögu” Breiðamerkurjökuls ásamt samstarfsaðilum.

Rannsóknarsvið

Vistfræði skóga

Tengiliður Skógræktarinnar

Ólafur Eggertsson