Meta útbreiðslu birkiskóga til forna með rannsóknum á skógarleifum í jarðlögum frá nútíma (síðustu 10.000 árin)

Skógarleifar í jarðlögum

Rannsókn á fornum skógarleifum sem víða finnast í jarðlögum frá nútíma (síðustu 10.000 árin) og hafa varðveist þar sem skilyrði eru fyrir hendi t.d í mýrum, undir öskulögum o.s.frv. Markmiðið er að fá ákveðnar hugmyndir um útbreiðslu hinna fornu birkiskóga landsins. Fundastaðir eru kortlagðir og rannsakaðir með tilliti til aldurs, tegundasamsetningar, vaxtarhraða, vaxtarskilyrða, þéttleika og myndunarsögu.

Landvistkerfi Húnaþings á nútíma:

Á árunum 2013-2015 voru farnar vettvangsferðir í Húnavatnssýslur í samstafi við Háskóla Íslands. Borkjarnar voru teknir úr uppþornuðu stöðuvatni og snið úr mýrum. Markmið rannsóknarinnar er að rekja og skilja þær samþættu umhverfisbreytingar sem hafa orðið á landvistkerfi (gróðri og jarðvegi) á nútíma (síðustu 10.000 árin) í Húnavatnssýslu og hvernig þær tengjast utanaðkomandi áhrifum loftslags og mannvistar. Landsvirkjun og Rannís styrkja þessar rannsóknir. Nemandi verkefnisins, Sigrún Eddudóttir, varði doktorsritgerð við HÍ í desember 2016. Ólafur Eggertsson sérfræðingur á Mógilsá var í doktorsnefnd.

2018: Verkefninu í Húnaþingi er formlega lokið

Fornskógar á Markarfljótsaurum, Drumbabót:

Rannsóknir á fornum skógarleifum sem finnast við eyrar Þverár í Fljótshlíð.

2017: Alþjóðleg grein um fornskóganna var birt í virtu erlendu tímariti og vakti mikla athygli

2018: Rannsóknum verður framhaldið

Gróðurleifar undan Breiðamerkurjökli:

Á árinu 2017 hófst samstarf við Náttúrustofu Suðausturlands um rannsóknir á gróðurleifum sem koma undan Breiðamerkurjökli. Meðal annars koma birkitrjádrumbar undan jöklinum sem eru um 3000 ára gamlir. Þessu rannsóknum verður framhaldið 2018.

Rannsóknarsvið

Vistfræði skóga

Tengiliður Skógræktarinnar

Ólafur Eggertsson