Salix phylicifolia

Hæð: Fremur smávaxinn, allt að 8 m en sjaldan hærri en 2 m

Vaxtarlag: Mjög breytilegt, frá skriðulum runna upp í einstofna tré, oftast tiltölulega uppréttur margstofna runni

Vaxtarhraði: Hægur miðað við aðrar víðitegundir

Hvaða landshluta: Um land allt

Sérkröfur: Ljóselsk tegund

Styrkleikar: Gott frost-, vind- og saltþol, þolir blautan jarðveg, sjálfsáning

Veikleikar: Trjámaðkur, ryð

Athugasemdir: Gulvíðir er oft fljótur að birtast þegar land er friðað fyrir beit, sem er til marks um getu hans til að sá sér í mismunandi landgerðir. Brekkuvíðir er klónn gulvíðis sem gæti hafa orðið til með blöndun við loðvíði eða með erfðaflæði. Svipaða sögu er að segja um strandavíði. Hreggstaðavíðir er blendingur brekkuvíðis (gulvíðis) og viðju