• Eigandi: Skógræktin
  • Staður: Vaglaskógur Fnjóskadal
  • Sveitarfélag: Þingeyjarsveit
  • Byggingarár: 1967
  • Skráning: 14.06.2012 

Lýsing: Vaglir II eru íbúðarhús skógarvarðar, einnar hæðar steinhús með stórum kjallara. Húsið er byggt á grunni íbúðarhúss úr timbri sem brann árið 1966. Flatarmál hússins er 261 m² með kjallara. Vestan við íbúðarhúsið er 31m² bílskúr. Viðhald á þessari eign og lóð er til fyrirmyndar og m.a. var húsið lagfært nokkuð 2014. Upphaflega var það hitað upp með rafmagni en núna er komin hitaveita í flest hús Skógræktarinnar á Vöglum.

Fróðleikur um Vaglaskóg