• Eigandi: Skógræktin frá 1964
  • Sveitarfélag: Skorradalshreppur
  • Byggingarár: 1931
    Byggðist fyrst á 17. öld sem hluti af Fitjum. Selt undan Fitjum 1894
  • Skráning og myndir: Í júlí 2012 

Lýsing: Bakkakot fór í eyði 1964 og er núna eyðibýli í eigu Skógræktarinnar. Bæjarhúsið er úr grófri steinsteypu sem mikið grjót hefur verið borið í. Steinveggirnir eru víða sprungnir þar sem vatn kemst að steypu. Innviðir hússins eru merkilega ófúnir nema gólf og gluggar. Útveggir eru einangraðir með reiðingstorfi og klæddir timbri. Byggingin og umhverfi hennar hefur varðveislugildi. Leitast þarf við að verja útveggi fyrir regnvatni sem á greiðan aðgang niður í veggina þar sem þakjárnið nær ekki út yfir stafnana. Leita ber samstarfs um endurbyggingu þessa gamla býlis.

Útihús (bárujárnsskemma) er lélegt og hefur ekki byggingarsögulegt gildi. Best væri að fjarlægja bygginguna til þess að koma í veg fyrir fok- og slysahættu.

Vélageymsla

Lýsing: Í landi Bakkakots stendur vélageymsla sem er ónýt og ætti að fjarlægja.