17. september - 15. nóvember
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands auglýsir námskeið um mengun, uppsprettur hennar og áhrif þar sem fjallað verður um undirstöðuatriði og meginstefnur í meðhöndlun úrgangs. Námskeiðið er í boði bæði í staðar- og fjarnámi á haustmisseri 2019.
17-18. september
Fjallað verður um aðsteðjandi hættu vegna sjúkdóma og meindýra í skógum á ráðstefnu sem skógasvið norrænu erfðavísindastofnunarinnar NordGen heldur á Hótel Örk Hveragerði 17.-18. september.
19. september
Á tengslamyndunardegi NordGen Forest sem fram fer á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík 19. september er tækifæri til að þróa draumaverkefnið á sviði skógfræði, læra hvernig sækja skuli um styrki og kynnast nýju rannsóknarfólki í skoðunarferð um íslenska náttúru.
Grand Hótel Reykjavík
17-19. október
Námskeið í notkun og umhirðu keðjusaga, fellingatækni, öryggisatriðum, líkamsbeitingu og öðru sem nauðsynlegt er að kunna skil á við notkun keðjusaga í þéttbýli og úti í skógi. Námskeiðinu lýkur á einum og hálfum degi við trjáfellingu og grisjun í skógi.
Hallormsstaður
16. nóvember kl. 10:00-16:00
Nú er tækifæri að ná tökum á aðventuskreytingum, meðal annars úr efniviði skógarins. Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands heldur námskeið um aðventu- og jólaskreytingar 16. nóvember í húsnæði skólans á Reykjum Ölfusi.
Reykir, Ölfusi