21. ágúst - 6. október
Á þessu námskeiði Endurmenntunar LbhÍ er fjallað um helstu tegundir trjáa og runna, auk nokkurra fjölærra plantna sem notaðar eru til uppbyggingar grænna svæða s.s. í borgar- & útivistarskógum, skógarjöðrum og skjólbeltum á Íslandi. Farið er gegnum grasafræðilega flokkun þeirra og heiti, útlitseinkenni og hvernig skuli greina þær til tegunda. Nemendur öðlast góða þekkingu á plöntum út frá atriðum eins og stærð og vaxtarlagi, kröfur til vaxtarskilyrða og harðgerði (umhverfisþoli).
21. ágúst - 6. október
Umhverfi, skipulag og lýðheilsa er sjö vikna námskeið á vegum Endurmenntunar LbhÍ sem hentar öllum sem hafa áhuga á að efla sig á sviði umhverfis- og skipulagsfræða. Það nýtist meðal annars arkitektum, landslagsarkitektum, hönnuðum, starfsfólki á umhverfis- og skipulagssviði sveitarfélaga og öðrum sem vilja endurmennta sig á þessum sviðum og efla þekkingu sína og færni.
21-24. september
Á þessu námskeiði Endurmenntunar LbhÍ verða þátttakendum kynntar nýjustu rannsóknir á sviði skógvistfræði með áherslu á hvernig vistfræðilegir ferlar eins og sjálfsáning, framvinda, samhjálp og samkeppni eru nýtt við nýskógrækt. Ýmsir tilraunareitir og ræktaðir skógar verða heimsóttir og niðurstöður ræddar. Þetta er staðarnámskeið og verður kennt á Hvanneyri dagana 21.-24. september.
21. september kl. 09:00-15:00
Aaron Shearer, skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni, leiðbeinir á námskeiði um áhættumat trjáa sem haldið verður í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi 21. september. Námskeiðið hentar öllum þeim sem vinna við trjáklippingar, ráðgjöf, framkvæmdir í og við græn svæði og önnur störf tengd umhirðu trjágróðurs.
22. september
Fyrsta námskeiðið í nýrri röð undir heitinu Grænni skógar I fer fram í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi 22.-23. september í haust. Námskeiðaröðin tekur fimm annir og taka nemendur að jafnaði þrjú námskeið á hverri önn.