23. ágúst - 8. desember
Páll Sigurðsson skógfræðingur stýrir í sumarlok námskeiði á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem kennd verða undirstöðuatriði í skógfræði. Námskeiðið verður bæði bóklegt og verklegt. Farið verður í vettvangsferðir í skóga, heimsóknir til stofnana og fyrirtækja og farið vítt og breitt um fagsvið skógræktar og landgræðslu á Íslandi.
13. október kl. 13:00-16:15
Farið verður yfir ný meindýr og sjúkdóma sem hafa gert usla bæði í görðum og skógrækt víða um land að undanförnu á haustmálþingi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi / FSU sem haldið verður á Reykjum 13. október.
Garðyrkjuskólinn á Reykjum í Ölfusi