23-24. janúar
Námskeið í notkun og umhirðu keðjusaga, fellingatækni, öryggisatriðum, líkamsbeitingu og öðru sem nauðsynlegt er að kunna skil á við notkun keðjusaga í þéttbýli og úti í skógi. Námskeiðinu lýkur á einum og hálfum degi við trjáfellingu og grisjun í skógi.
Reykir, Ölfusi
31. janúar - 1. febrúar
Á námskeiðinu verður fjallað um aðferðir við trjá- og runnaklippingar, bæði nýjar og gamlar. Einnig verður fjallað um lífsstarfsemi trjáa og muninn á heilbrigði þeirra í náttúrulegu umhverfi og borgarumhverfi.
22. febrúar kl. 16:00-16:00
Námskeið sem hefur þróast upp úr námskeiðinu Lesið í skóginn tálgað í tré sem hefur verið kennt í frá árinu 2001 og hefur notið mikilla vinsælda.
1. mars kl. 16:00-16:00
Námskeið sem hefur þróast upp úr námskeiðinu Lesið í skóginn tálgað í tré sem hefur verið kennt í frá árinu 2001 og hefur notið mikilla vinsælda.
2. mars kl. 09:00-15:00
Námskeiði er fyrir allt áhugafólk um garðyrkju sem vill kynna sér hvernig standa skuli að klippingu trjáa og runna.
2. mars kl. 10:00-14:30
Fjallað verður um algengar tegundir pottaplantna, fjölgun þeirra og umhirðu (vökvun, áburðargjöf, jarðveg), staðsetningu þeirra innanhúss og hvaða áhrif þær hafa á umhverfi okkar.
13. mars kl. 09:00-15:00
Farið yfir helstu grunnatriði varðandi næringarefni og áburð. Námskeiðið er ætlað garðyrkjufræðingum, skrúðgarðyrkjufræðingum og þeim sem sinna garðaráðgjöf.
19-20. mars
Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa í garðyrkju og/eða koma að rekstrarskoðunum á leiksvæðum.
29. mars kl. 16:00-16:00
Námskeiðið er eingöngu ætlað þeim sem sótt hafa námskeiðið Húsgagnagerð I hjá LbhÍ og hafa kynnt sér viðkomandi tálgutækni, „þurrt í blautt“ samsetningar á kolli, bekk og tréhamri og notað yddara, borvélar, afberkingaráhöld, axir, klippur og sagir við húsgagnagerðina og í skógarvinnu.
30. mars kl. 09:00-15:00
Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um ræktun berjarunna bæði til nytja eða til yndis. Farið verður yfir hverjar séu helstu tegundir berjarunna í ræktun hér á landi. Hvernig skuli staðið að útplöntun þeirra með tilliti til sem mestrar uppskeru.
3- 4. apríl
Fagráðstefna skógræktar 2019 verður haldin á Hallormsstað 3.-4. apríl. Landnotkun og loftslagsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni með yfirskriftinni: Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál. Óskað er eftir erindum og veggspjöldum á ráðstefnuna, einkum sem snerta yfirskrift hennar og meginþema.
Hótel Hallormsstaður
3. maí kl. 16:00
Námskeiðið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á uppgræðslu og trjárækt á rýru landi. Námskeiðið er hluti af námskeiðaröð Grænni skóga á Suður- og Vesturlandi. Kynntar verða helstu aðferðir og tegundir sem notaðar eru við uppgræðslu á rýru og örfoka landi og fjallað um þá þætti sem ráða vali á aðferðum hverju sinni.