5. mars
Endurmenntun LbhÍ býður í mars upp á námskeið í húsgagnagerð úr skógarefni í samvinnu við Iðuna fræðslusetur. Leiðbeinendur verða Ólafur Oddsson, verkefnisstjóri Lesið í skóginn og fyrrverandi fræðslustjóri Skógræktarinnar og Ólafur G. E. Sæmundsen skógtæknir. Kennt verður á Snæfoksstöðum í Grímsnesi.
1. febrúar - 15. desember
Endurmenntun LbhÍ heldur í samstarfi við Skógræktina námskeiðsröð fyrir fólk sem vill verða leiðbeinendur í tálgun og ferskum viðarnytjum. Námskeiðsröðin hefst í febrúar 2021 og stendur fram í desember.
6. mars kl. 09:00-15:30
Endurmenntun LbhÍ býður upp á námskeið í mars um klippingu á trjám og runnum. Kennt verður um helstu vélar og verkfæri, gerðar verklegar æfingar, mat á ástandi trjágróðurs og fleira. Námskeiðið fer fram á Reykjum Ölfusi.
6. mars kl. 09:00-15:00
Endurmenntun LbhÍ stendur fyrir námskeiði laugardaginn 6. mars um ræktun berjarunna. Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um ræktun berjarunna bæði til nytja og yndis.
8-12. mars
Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarfi við Umhverfisstofnun, Vinnueftirlitið og Landssamtök meindýraeyða stendur fyrir námskeiði í mars um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Taka má námskeiðið í heild eða hluta þess eftir því hverju hefur verið lokið áður eða hvort fólk hyggst selja varnar- og útrýmingarefni eða vinna með þau.
19-20. mars
Ólafur Oddsson, skógfræðingur og kennari, leiðbeinir þetta misseri á tveimur námskeiðum um grisjun trjáa og tálgun úr grisjunarefni á námskeiði sem Endurmenntun LbhÍ heldur  er í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur. Fyrra námskeiðið var haldið 12. febrúar en það síðara verður laugardaginn 10. mars. 
20. mars kl. 09:00-15:00
Endurmenntun LbhÍ stendur fyrir námskeiði um jarðgerð í Hveragerði 20. mars. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á endurnýtingu lífrænna afurða sem til falla á heimilum og görðum.
24. mars
Endurmenntun LbhÍ heldur í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur námskeið um áburðargjöf í garðyrkju. Það er ætlað öllum sem hafa áhuga á garðrækt og jarðrækt, sem og garðyrkjufræðingum, skrúðgarðyrkjufræðingum og þeim sem sinna garðaráðgjöf.
17. apríl
Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur stendur fyrir námskeiðinu Húsgagnagerð II á vordögum 2021. Námskeið þetta er framhald námskeiðsins Húsgagnagerð úr skógarefni I sem hefur verið kennt í frá árinu 2009 og notið mikilla vinsælda.