1. febrúar - 15. desember
Endurmenntun LbhÍ heldur í samstarfi við Skógræktina námskeiðsröð fyrir fólk sem vill verða leiðbeinendur í tálgun og ferskum viðarnytjum. Námskeiðsröðin hefst í febrúar 2021 og stendur fram í desember.
16. október kl. 13:15-15:00
Á Líffræðiráðstefnunni sem haldin verður dagana 14.-16 október stendur Skógræktin fyrir málstofu undir þemanu Loftslagsbreytingar og skógrækt – tækifæri og áskoranir í skóglausu landi. Málstofan er á dagskrá kl. 13.15 á laugardag, 16. október, og verður í sal N 132 í Öskju. Flutt verða eftirfarandi valin erindi og á eftir verða umræður.