Mikilvægt er að fara rétt að á öllum stigum eldiviðargerðar og notkunar eldiviðarins því þá fæst hreinn bruni og góður hiti. Í nýju myndbandi sem Skógræktin hefur gefið út fer Ólafur Oddsson, skógfræðingur, kennari og fyrrverandi fræðslufulltrúi Skógræktarinnar yfir allt þetta ferli og kennir okkur hvernig best er að bera sig að. Um myndbandagerðina sá Hlynur Gauti Sigurðsson.
Í könnun sem nú er lögð fyrir á netinu er fólk spurt um kolefnismál og skógrækt og hvaða nýtingarmöguleika það sjái fyrir sér í skógi. Skógræktin hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í könnuninni sem ekki tekur nema 5 mínútur að svara.
Gróðursetning í löndum skógarbænda á Vesturlandi eykst verulega á þessu ári og nú stefnir í mestu gróðursetningu í landshlutanum í ein 15 ár. Tól og tæki þarf í slíkar framkvæmdir, ekki síður en hugvit, þekkingu og mannafla. Gróðursetningarverktaki í Dölum hefur fengið afhent nýtt og öflugt tæki til jarðvinnslu fyrir skógrækt.
Í gær voru fyrstu límtrésbitarnir sem framleiddir eru úr íslensku timbri með alþjóðlegri vottun fluttir úr verksmiðju Límtrés Vírnets á Flúðum og að brúarstæði nýrrar brúar yfir Þjórsá við Búrfell.
Um þessar mundir eru haldin grunnnámskeið fyrir nýjar þátttakendur í skógrækt á lögbýlum. Í dag og á morgun fer til dæmis fram námskeið fyrir nýja skógarbændur á Vesturlandi og Vestfjörðum. Hátt í 100 manns taka þátt í þessum námskeiðum þetta árið. Námskeiðin fara nú fram í fjarfundakerfi.