Starfsmenn skógarvarðarins á Vesturlandi sneru sér að því að grisja skóginn í Hvammi í Skorradal því hættulegt er að fara um á Stálpastöðum vegna hálku.
Útlit er fyrir að ríflega tvöfalt meira verði notað af trjáviði til brennslu í Evrópu árið 2020 en nú er gert. Skógar Evrópu anna ekki eftirspurninni sem jókst um 50% á árinu 2010 einu. Umhverfislegur ávinningur er dreginn í efa. Tímaritið The Economist fjallaði um málið fyrir nokkru.
Hallgrímur Indriðason skógfræðingur talar á þriðja fræðslufundi vetrarins í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri föstudaginn 31. janúar kl. 10. Ástarpungar með kaffinu.
Björn Traustason, landfræðingur hjá Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, kom í spjall til Jónatans Garðarssonar í þættinum Morgunglugganum á Rás 1 mánudaginn 27. janúar og ræddi meðal annars um Skóglendisvefsjána.
Árleg fagráðstefna skógræktar verður haldin á Hótel Selfossi dagana 12.-13. mars. Þema hennar er skógur og skipulag.