Þórsmerkursvæðið hefur gróið upp frá því að vera uppblásið land með nokkrum kjarrivöxnum gróðurtorfum, yfir í að vera gróskumikið birkiskóglendi með einstaka rofsvæðum.
Strax í vor mátti sjá merki um sitkalús á stöku trjám á höfuðborgarsvæðinu sem benti til þess að gera mætti ráð fyrir faraldri nú í haust.
Íslenskur hópur sem heimsótti Kalamalka-rannsóknastöðina í Vernon í september sl. fékk þar góðar móttökur og fræðslu um starfsemina.
Í nýjasta hefti Icelandic Agricultural Sciences er grein um ný skordýr á trjám og runnum á Íslandi en þrír sérfræðingar á Rannsóknastöð skógræktar eru meðhöfundar að greininni.
Í lok september og byrjun október sl. fór starfsfólk Héraðs- og Austurlandsskóga, ásamt sviðsstjóra þjóðskóga Skógræktar ríkisins, í tveggja vikna kynnisferð um skóga og þjóðgarða í vestanverðri N-Ameríku. Í sunnanverðri Bresku Kólumbíu í Kanada sáust greinileg merki eyðileggingar á stafafuruskógum af völdum barkbjöllu sem einkum herjar á furur.