Fjöldi landeigenda tekur þátt í Hekluskógaverkefninu og hafa margir þeirra náð undraverðum árangri í ræktun birkiskóga á örfáum árum, gjarnan á afar rýru landi. Meðal þeirra eru Benedikt Benediktsson og fjölskylda sem eiga landspildu syðst í landi Svínhaga á Rangárvöllum, rétt ofan Bolholts. Þau hafa breytt eyðimörk í skóg á átta árum.
Á fyrsta fræðslufundi nýs árs í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri fjallar Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sólskóga, um framleiðslu skógarplantna og veltir upp ýmsum áskorunum í uppeldi plantnanna en spáir líka í framtíðina, hvert stefna skuli í þessum efnum.
...
Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag Íslands hafa í sameiningu gengið í Evrópusamtök jólatrjáaframleiðenda, CTGCE. Fulltrúi Íslands í samtökunum er Else Møller, skógfræðingur.
Keypt hefur verið til landsins sérhæfð timburútkeyrsluvél af gerðinni Gremo. Vélin var flutt inn notuð frá Svíþjóð. Hún er sú stærsta sem hingað til hefur verið í notkun hérlendis og auðveldar mjög útkeyrslu timburs úr þeim skógum sem grisjaðir eru með vél.