Ýmislegt gagn að slíku samstarfi

Ekki eru nema fáeinar vikur síðan jólatré voru ofarlega í huga landsmanna og hjá mörgum prýddi fallegt lifandi tré úr íslenskum skógi stofuna um jólin. Nú eru jólatrén horfin á braut og fólk farið að hugsa um aðra hluti. Því kann að þykja sérkennilegt að minnast á jólatrén núna en þau tíðindi er samt sem áður að segja af jólatrjáarækt á Íslandi að Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag Íslands hafa í sameiningu gengið í Evrópusamtök jólatrjáaframleiðenda, CTGCE.

Fulltrúi Íslands í samtökunum er Else Møller, skógfræðingur  sem unnið hefur ötullega að málefnum jólatrjáaræktenda um árabil og stundar ræktun og tilraunir á Akri í Vopnafirði en heldur líka námskeið og fyrirlestra um jólatrjáarækt vítt og breitt um landið. 

Víst má telja að íslenskir jólatrjáaframleiðendur geti haft ýmislegt gagn af tengslum við þessi samtök, ekki síst í sambandi við gæðaflokkun jólatrjáa og markaðssetningu.

Texti: Pétur Halldórsson