Pinus peuce

Hæð: Stórt tré, óvíst með hæð hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna, beinvaxið tré með fremur breiða krónu, fimm nálar í knippi

Vaxtarhraði: Fremur hægur

Landshluti: Óvíst

Sérkröfur: Miðlungs skuggþolin tegund í æsku en þarf svo fulla birtu

Styrkleikar: Formfagurt tré, nýtist í jólaskreytingar

Veikleikar: Hægur vöxtur, mjög lítil reynsla

Athugasemdir: Lítið reynd hérlendis en er á margan hátt svipuð lindifuru. Eftir nokkur afföll og hæga byrjun hefur hún vaxið áfallalítið í tilraunum undanfarin ár. Ástæða til að skoða betur