Vöktun á trjásjúkdómum og meindýrum, skráningar og athuganir. Vöktunarverkefni

Trjásjúkdómar og meindýr

Verkefnið felst að stórum hluta í vöktun á trjásjúkdómum og meindýrum; skráningum og athugunum. Breytt veðurfar leiðir til þess að auka verður áherslu á skaðvaldarannsóknir á komandi árum. Að jafnaði er farið árlega í landsúttekt á skaðvöldum í skógi, auk þess sem birtur er „Skaðvaldaannáll“ í ársskýrslu Skógræktarinnar.

2019: Farið var í samfellda hringferð þar sem  stöð og útbreiðsl helstu skaðavalda var metin um land allt . Að auki voru fyrirspurnir sendar út til annarra skógræktaraðila. Vegna anna tókst ekki að tengjast ICP-forest vöktunarkerfinu en stefnt er að áframhaldandi vinnu á þeim vettvangi 2020

2020: Stefnt er að því að koma fastari skorðum á vöktun á heilsufari skóga, m.a. með því að reyna að tengjast ICP-forest vöktunarkerfinu. Sérstök áhersla verður einnig lögð á að koma á föstu vöktunarkerfi á ástand birkiskóga á Íslandi, auk ferða til að meta ástand skóga og áframhald verður á því að senda út fyrirspurnir til aðila innan skógræktargeirans.

Rannsóknarsvið

Trjá- og skógarheilsa

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynja Hrafnkelsdóttir

Starfsmenn Skógræktarinnar

Brynja Hrafnkelsdóttir

Edda Sigurdís Oddsdóttir