Vöktun á trjásjúkdómum og meindýrum, skráningar og athuganir. Vöktunarverkefni

Trjásjúkdómar og meindýr

Verkefnið felst að stórum hluta í vöktun á trjásjúkdómum og meindýrum; skráningum og athugunum. Breytt veðurfar leiðir til þess að auka verður áherslu á skaðvaldarannsóknir á komandi árum. Að jafnaði er farið árlega í landsúttekt á skaðvöldum í skógi, auk þess sem birtur er „Skaðvaldaannáll“ í ársskýrslu Skógræktarinnar.

2017: Ekki var farin samfelld hringferð en sérfræðingar Mógilsár (Edda, Halldór og Brynja) mátu stöðu og útbreiðslu helstu skaðavalda um land allt í styttri ferðum. Að auki voru fyrirspurnir sendar út til annarra skógræktaraðila. Skaðvaldaannáll 2017 mun birtast í Ársriti Skógræktarinnar. Vegna anna tókst ekki að tengjast ICP-forest vöktunarkerfinu en stefnt er að áframhaldandi vinnu á þeim vettvangi 2018

2018: Ekki var farin samfelld hringferð en sérfræðingar Mógilsár (Edda, Halldór og Brynja) mátu stöðu og útbreiðslu helstu skaðavalda um land allt í styttri ferðum. Að auki voru fyrirspurnir sendar út til annarra skógræktaraðila. Skaðvaldaannáll 2018 mun birtast í Ársriti Skógræktarinnar. Vegna anna tókst ekki að tengjast ICP-forest vöktunarkerfinu en stefnt er að áframhaldandi vinnu á þeim vettvangi 2019

Rannsóknarsvið

Trjá- og skógarheilsa

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynja Hrafnkelsdóttir

Starfsmenn Skógræktarinnar

Brynja Hrafnkelsdóttir

Edda Sigurdís Oddsdóttir

Halldór Sverrisson