Pinus heldreichii

Hæð: Fremur smávaxið tré, a.m.k. 10 m hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna tré með miðlungsbreiða krónu, fimm nálar í knippi

Vaxtarhraði: Hægur

Landshluti: Víða um land, síst í lágsveitum á S- og V-landi

Sérkröfur: Ljóselsk tegund

Styrkleikar: Fallegt tré, greinar nýtast sem jólaskraut

Veikleikar: Hægur vöxtur, næm fyrir sveppsjúkdómnum furubikar eða furugremi (Gremmeniella abietina), mjög lítil reynsla

Athugasemdir: Tegund frá Balkanskaga og úr fjöllum á sunnanverðri Ítalíu. Einkennistré Pollino-þjóðgarðsins á Ítalíu og þar er tré af þessari tegund sem talið er vera elsta tré í Evrópu.