Íbúðarhús, pakkhús og útihús

  • Eigandi: Skógræktin
  • Sveitarfélag: Skorradalshreppur
  • Byggingarár: 1937
  • Skráning og myndir:

Lýsing: Íbúðarhúsið að Vatnshorni stendur við suðausturhorn Skorradalsvatns. Húsið er steinsteypt og nokkuð heillegt, kjallari, hæð og ris, alls um 357 m³. Fyrri eigendur hafa yfirráð yfir húsinu samkvæmt samkomulagi við Skógræktina. Um 300 metrum norðan við bæinn eru gömul fjárhús sem gætu fokið til skaða í næsta bálviðri. Þau væri best að rífa. Búið var að Vatnshorni til 1961. Rétt vestan við bæinn er nýbyggt hús, svokallað pakkhús. Það var reist á grunni gamallar byggingar með sama nafni og klætt timbri úr skógum Skógræktarinnar. Pakkhúsið er ekki á fasteignaskrá. Fjárhús og hlaða við Vatnshorn eru opin fyrir veðri og vindum. Best væri að rífa þessar byggingar en varðveita hleðslur og torfveggi.

Skógurinn í Vatnshorni var talinn „fríðasti“ skógur í Skorradal á sinni tíð enda er hann vöxtulegasti náttúrlegi birkiskógur á Vesturlandi.


Íbúðarhúsið Vatnshorni