Sorbus aucuparia

Hæð: Oftast fremur smávaxið tré, allt að 15 m hérlendis

Vaxtarlag: Margstofna runni upp í beinvaxið, einstofna tré, krónan misbreið

Vaxtarhraði: Getur verið hraður við góð skilyrði á ungaaldri en fer snemma að blómstra og þá dregur úr vexti

Landshluti: Um land allt

Sérkröfur: Nýtur þess mjög að vaxa í frjósömum jarðvegi

Styrkleikar: Vindþol, frostþol, saltþol, blóm, ber, haustlitir, viður

Veikleikar: Reyniáta

Athugasemdir: Reyniviður hefur verið ræktaður í görðum hérlendis síðan 1824 og var algengari í görðum en í skógum til skamms tíma. Nú er hann bæði mikið gróðursettur í skógrækt og víða er sjálfsáning áberandi. Sums staðar er nokkuð um stök reynitré í villtum birkiskógum, til dæmis á Vestfjörðum, á Látraströnd við Eyjafjörð, í Arnaldsstaðaskógi í Fljótsdal og víðar