Starfsmannahús

 • Eigandi: Skógræktin
 • Staður: Fljótshlíð
 • Sveitarfélag: Rangárþing eystra
 • Byggingarár: 1948-1949
 • Skráning og myndir: Júlí 2012

Lýsing: Starfsmannahús og verkstæði að Tumastöðum var reist  í tvennu lagi. Vesturhlutinn var hlaðinn úr holsteini á árunum 1949‒1950. Viðbyggingin sem nú er verkstæði og geymsla var endurbyggð úr timbri 1968‒1969. Þakið á byggingunum var endurnýjað árið 2000. Í steinhúsinu er eldhús, mötuneyti, snyrting og vistarverur fyrir starfsmenn. Húsinu er vel við haldið og umgengni til fyrirmyndar.

Íbúðarhúsið á Tumastöðum

 • Eigandi: Skógræktin
 • Staður: Fljótshlíð
 • Sveitarfélag: Rangárþing eystra
 • Byggingarár: um 1950
 • Skráning og myndir: Júlí 2012

Lýsing: Íbúðarhúsið á Tumastöðum var reist 1946 og er ein hæð og kjallari, alls um 450 m³. Húsið er steinsteypt en síðar klætt með áli og einangrað. Húsið var upphaflega byggt fyrir forstöðumann gróðrarstöðvarinnar á Tumastöðum. Jörðin Tumastaðir byggðist út úr Kollabæ. Skógræktin eignast jörðina 1944.

 

Skemman

 • Eigandi: Skógræktin
 • Staður: Fljótshlíð
 • Sveitarfélag: Rangárþing eystra
 • Byggingarár: um 1947
 • Skráning og myndir: Júlí 2012

Lýsing: Skemman var upphaflega byggð sem gróðurhús. Grindin var byggð 1947 á steinsteyptum sökkli. Síðar var hún styrkt og klædd bárujárni og timbri. Skemman er notuð sem geymsla fyrir vélar og ýmiss konar ræktunarvörur, auk þess að hýsa rammasög Skógræktarinnar. Í húsinu er plöntufrystir sem endurnýjaður var fyrir nokkrum árum og leigður út til ársins 2012.

 

Fjósið á Tumastöðum

 • Eigandi: Skógræktin
 • Staður: Fljótshlíð
 • Sveitarfélag: Rangárþing eystra
 • Byggingarár: um 1947
 • Skráning og myndir: Júlí 2012

Lýsing: Fjósið var byggt á fyrstu starfsárum Skógræktarinnar á Tumastöðum og var nýtt að hluta sem fjós eins og nafnið gefur til kynna. Það er notuð sem geymsla fyrir ýmiss konar smáverkfæri og ræktunarvörur. Í húsinu er kælir sem nýttur er fyrir geymslu á græðlingaefni o.fl.


Bragginn á Tumastöðum

 • Eigandi: Skógræktin
 • Staður: Fljótshlíð
 • Byggingarár: um 1952
 • Skráning og myndir: HI í júlí 2012

Lýsing: Bragginn var byggður sem geymsla árið 1952. Grunnurinn var steyptur með um eins metra vegghæð. Húsið var áður notað sem plöntugeymsla en hýsir nú gamla muni sem lagðir hafa verið til hliðar en tilheyrðu áður rekstri gróðrarstöðvarinnar á Tumastöðum. Bragginn heldur hvorki vatni né vindum. Gera þarf ráðstafanir til þess að þeir munir sem þar eru fái varanlegt skjól sem fyrst.

 

Gróðurhús á Tumastöðum

 • Eigandi: Skógræktin
 • Staður: Fljótshlíð
 • Byggingarár: 1988
 • Skráning og myndir: Júlí 2012 

Lýsing: Stóra gróðurhúsið á Tumastöðum var byggt 1988 á steyptum grunni. Húsið er 720 m² að flatarmáli. Grindin er úr tré og klæðningin tvöfalt polycarbonat (plast). Húsið virðist í góðu ástandi. Gróðurhúsið hefur verið í útleigu síðustu ár.