Lat. Epinotia solandriana

Lífsferill

Tígulvefari (Epinotia solandriana) lifir einkum á blöðum birkis. Þó eru dæmi um að hann fari á víði og elri. Lirfan klekst úr eggi í byrjun sumars og er fullvaxin og púpar sig í lok júní. Fiðrildin skríða úr púpu í júlí, makast og verpa á börk trjánna.

Tjón

Tígulvefari étur oft birkiskóg til stórskaða og er eitt versta meindýrið á birki hér á landi, bæði í skógum og görðum.

Varnir gegn skaðvaldi

Oft er úðað gegn tígulvefara í görðum, en þess ber að gæta að stilla slíku í hóf vegna eituráhrifa á aðrar lífverur, m.a. þær sem lifa á skaðvaldinum og halda honum niðri.