Skógarbændurnir á Valþjófsstöðum, Björn, Elisabeth og Eiríkur. í baksýn bærinn að Valþjófsstöðum og einnig sér til Kópaskers. Ljósmynd: Bergsveinn ÞórssonHér rækta hjónin og sauðfjárbændurnir Björn Halldórsson og Elisabeth Hauge skóg ásamt syni sínum, Eiríki Björnssyni.

Myndin er tekin til norðurs úr skóginum þeirra og sér til Valþjófsstaða nær en fjær til vinstri á Kópa­sker.

Skógræktin hófst árið 2002. Skipulagðir voru 113 hektarar til skógræktar og þegar hafa verið gróðursettar ríflega 112.000 plöntur, mest rússalerki, stafafura og ilmbjörk.

Öflugt uppgræðslustarf fer fram á Valþjófsstöðum samhliða skógrækt og sauðfjárrækt. Ýmsar hugvitssamlegar aðferðir eru notaðar í því starfi og árangurinn leynir sér ekki. Ljósmynd: Pétur HalldórssonLandgerðin er að stærstum hluta mólendi en einnig lítið grónir melar.

Auk þess að stunda skógrækt framleiða ábúendur á Valþjófsstöðum sitt eigið rafmagn og eru afkastamikið land græðslufólk. Þau hafa lagt áherslu á sjálfbærni við allan sinn búskap og ræktun, dreift á mela lífrænum efnum sem til falla á búinu, sáð lúpínu og ræktað skjólbelti.

Björn og Elisabeth hlutu náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti á degi íslenskrar náttúru 2015.