Salix alaxensis

Hæð: Oftast fremur smávaxið tré, ætti að geta náð allt að 10 m hérlendis

Vaxtarlag: Margstofna runni upp í beinvaxið, einstofna tré, króna misbreið eftir klónum

Vaxtarhraði: Mjög mikill í æsku en blómgun hefst snemma og þá dregur mjög úr vexti

Landshluti: Um land allt

Sérkröfur: Ljóselsk tegund, þarf frjósaman jarðveg til að ná góðum vexti

Styrkleikar: Mjög hraður vöxtur í æsku, gott vind-, frost- og saltþol, sjálfsáning, besta víðitegundin til að skapa upphafsskjól á skömmum tíma.

Veikleikar: Skammlífur, myndar oft fremur gisið rótarkerfi og á því til að velta þegar hann stækkar, trjámaðkur

Athugasemdir: Mikið notaður í skjólbeltarækt og nokkrir hraðvaxta klónar hafa verið skilgreindir. Vinsældir hafa dalað á síðustu árum sökum þess hve alaskavíðir er skammlífur og gjarn á að velta