Lat. Neonectria sp.

Lífsferill

Í Danmörku og Noregi hefur annar átusveppur (Neonectria sp.) herjað á þintegundir. Þessi sveppur hefur ekki fundist hér á þini, en þar sem líklegt er að hann fylgi innfluttum jólatrjám skal gæta þess að þau komist ekki í snertingu við þin í görðum eða skógi. Sjáist rauðar vörtur á þini ætti strax að tilkynna það til Mógilsár, rannsóknasviðs Skógræktarinnar.

Tjón

Óvíst. Neonectria-tegundir geta gert mikinn usla, ekki síst í plöntuuppeldi

Varnir gegn skaðvaldi

Forvarnir eru mikilvægar til að hindra að Neonectria-átusveppir berist til landsins. Fólk ætti að hreinsa vel skó sem gengið hefur verið á í skóglendi í útlöndum og sérstaka varúð þarf að hafa við innflutning jólatrjáa og lifandi gróðurs á rót. Einu tiltæku varnaraðgerðirnar ef áta af þessum toga kemur upp hérlendis eru að fella sýkt tré.