Alnus rubra

Hæð: Stórvaxnasta elritegundin, ætti að geta náð töluvert yfir 15 m hérlendis

Vaxtarlag: Beinvaxið tré með keilulaga krónu

Vaxtarhraði: Hraðvaxta

Hvaða landshluta: Sunnanvert landið

Sérkröfur: Sambúð við geislasvepp af ættkvíslinni Frankia, ljóselsk tegund

Styrkleikar: Niturbindandi, vex hratt, hugsanlega timburtré

Veikleikar: Mjög lítil reynsla

Athugasemdir: Mjög lítil reynsla er af ryðelri á Íslandi en möguleikar virðast vera fyrir hendi á að finna nægilega vel aðlagað kvæmi, a.m.k. fyrir Suðurland. Engin leit er þó í gangi