Rannsókn og vöktun á sjálfsáningu innfluttra trjátegunda á Íslandi.

Rannsókn og vöktun á sjálfsáningu innfluttra trjátegunda á Íslandi. Styrkt af National Geographic Foundation í Bandaríkjunum. Verkefnið er unnið í samstarfi við Dr. Dennis Riege, skógvistfræðing við háskólann í Delaware í Bandaríkjunum. Það hófst sumarið 2015 og miðar að því að koma á fót vöktunarreitum víða um land þar sem fylgst verður með sjálfsáningu margra innfluttra trjátegunda, einkum stafafuru.

2015: Flestum vöktunarreitum var komið á fót um sumarið og haustið og skráðar allar sjálfssánar trjátegundir innan reita. Jafnframt var upplýsinga aflað úr Ísú-gagnagrunninum til þess að tengja ítarlegri athuganir við gisnari athuganir á landsvísu.

2016: Lokið við að koma á fót síðustu tveimur athugunarreitunum í Skarfanesi í Landssveit og undir Staðarfjalli í Suðursveit. Stöðuskýrsla var skilað til Nat. Geo. Foundation í mars 2016.

2017: Sótt um frekara fjármagn til að leggja út fleiri mælireiti, verkefnið hlaut ekki styrk.

2018: Greiningarvinna og styrkumsóknir til að skoða breytingar á sjálfssáningu og vexti árið 2020. Stefnt að því að heimsækja 1-2 mælifleti á árinu til að afla ítarlegri upplýsinga um undirlag (substrate).

Rannsóknarsvið

Vistfræði skóga

Tengiliður Skógræktarinnar

Aðalsteinn Sigurgeirsson