Rannsókn og vöktun á sjálfsáningu innfluttra trjátegunda á Íslandi.

Rannsókn og vöktun á sjálfsáningu innfluttra trjátegunda á Íslandi. Styrkt af National Geographic Foundation í Bandaríkjunum. Verkefnið er unnið í samstarfi við Dr. Dennis Riege, skógvistfræðing við háskólann í Delaware í Bandaríkjunum. Það hófst sumarið 2015 og miðar að því að koma á fót vöktunarreitum víða um land þar sem fylgst verður með sjálfsáningu margra innfluttra trjátegunda, einkum stafafuru.

Haustið 2018 var bætt við mæliflötum í verkefninu og var tíminn nýttur til að stilla saman strengi og leggja drög að frekari rannsóknum í verkefninu.

Verkefnið hlaut styrk frá National Geographic Foundation fyrir uppsetningu frekari tilrauna sumarið 2020. Gert er ráð fyrir því að framkvæma endurmælingar á reitum frá árinu 2015.

Rannsóknarsvið

Vistfræði skóga

Tengiliður Skógræktarinnar

Aðalsteinn Sigurgeirsson

Starfsmenn Skógræktarinnar

Bjarki Þór Kjartansson