Tsuga heterophylla

Hæð: Stór tré, óvíst um mögulega hæð hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna, beinvaxin tré með keilulaga krónu og slútandi toppsprota

Vaxtarhraði: Fremur hægur

Landshluti: Víða um land

Sérkröfur: Þurfa að vera undir trjáskermi í æsku

Styrkleikar: Mjög skuggþolin, gott frostþol,  langlíf, laus við óþrif

Veikleikar: Þurfa algjört skjól í æsku

Athugasemdir:
Mikið var flutt inn af marþallarfræi á 6. áratug síðustu aldar, frá sömu svæðum og sitkagreni var fengið (suðurströnd Alaska). Mikil afföll voru á sitkagreninu í frumstæðum gróðrarstöðvum þess tíma og tiltölulega fá tré komust á legg samanborið við sáninguna, en marþallirnar sem lifðu má nánast telja á fingrum annarrar handar. Þær eru þó snotur tré í dag og farnar að bera fræ