Skógarbændur á Hjalla í Reykjadal Suður-Þingeyjarsýslu hafa dreifplantað sitkabastarði og alaskaösp í plöstuð beð og alið upp í næga hæð til að trén megi gróðursetja í mjög grasgefnu landi. Með réttum aðferðum má ná góðum árangri á slíkum svæðum.