Ákveðið hefur verið að fresta fram í október Fagráðstefnu skógræktar 2020 sem til stóð að halda á Hótel Geysi í Haukadal dagana 18.-19. mars með þátttöku Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Ástæða frestunarinnar er COVID 19 faraldurinn sem nú herjar á heimsbyggðina. Nánari upplýsingar um afbókanir og nýja tímasetningu ráðstefnunnar verða birtar síðar.

Afurða- og markaðsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni undir yfirskriftinni „Grænir sprotar og nýsköpun“. Skráning fer fram á vef Skógræktarinnar þegar þar að kemur.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Landssamtaka skógareigenda, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands.

Efni ráðstefnunnar

Erindi tileinkuð afurða- og markaðsmálum verða uppistaðan í dagskránni fyrri daginn en síðari daginn verða flutt erindi um fjölbreytileg efni sem snerta skógrækt og skógfræði- eða skógtæknileg efni. Fjöldi veggspjalda verður til sýnis og sérstök veggspjaldakynning síðari dag ráðstefnunnar. Í skoðunarferð verður meðal annars komið við í Laugarvatnsskógi þar sem er nýtt bálskýli úr íslensku timbri, reist eftir verðlaunatillögu.

Ráðstefnan kolefnisjöfnuð

Tvö tré verða gróðursett í Haukadalsskógi fyrir hvern þátttakanda á ráðstefnunni til að kolefnisjafna ferðalög og önnur umsvif sem af ráðstefnuhaldinu hlýst.

Skráning á ráðstefnuna

Skráning á Fagráðstefnu skógræktar 2020 fer fram á vef Skógræktarinnar tímanlega fyrir ráðstefnuna og þar munu þátttakendur geta greitt ráðstefnugjald og hátíðarkvöldverð. Í ráðstefnugjaldi verður innifalinn hádegisverður báða ráðstefnudagana og kaffihressing. Skoðunarferð verður einnig innifalin í gjaldinu. Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að ganga frá skráning.

Gisting og morgunverður

Sérstakt tilboð í gistingu og morgunverð fyrir ráðstefnugesti er í boði á Hótel Geysi. Hafa þarf samband beint við hótelið ef óskað er eftir gistingu og morgunverði. Bent er á vef hótelsins, hotelgeysir.is, og netfangið geysir@geysircenter.is.

 

Áætluð dagskrá Fagráðstefnu skógræktar 2020

(með fyrirvara um mögulegar breytingar)

Miðvikudagur

Fundarstjóri: Fjalar Sigurðarson

8.30-9.10 Skráning  
9.10-9.15
Gestir boðnir velkomnir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri
9.15-9.25
Setning ráðstefnu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður samtaka iðnaðarins
9.25-9.35 Nýsköpun í stóra samhenginu Sigríður Ingvarsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
9.40-9.45 Hugmyndasamkeppni um nýtingu skóga og skógarafurða á Íslandi- kynning Nýsköpunarmiðstöð Íslands og skógargeirinn
9.50-10.00 Stefna í afurða- og markaðsmálum skóga Björn Bjarndal Jónsson Skógræktinni, Hlynur Gauti Sigurðsson LSE
10.05-10.30 Kaffihlé  
10.35-10.45
Nýting viðar í „grænni byggð“
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, Grænni byggð
10.50-11.05 Nýjar leiðir í nýtingu timburs Sigurður Ormarsson Linnéuniversitetet
11.10-11.20 Af hverju eru timburstaðlar mikilvægir? Eiríkur Þorsteinsson, Trétækniráðgjöf slf.
11.25-11.30 Límtré úr íslensku timbri -  myndband
Logi Unnarson Jónsson Límtré-Vírneti
11.35-11.45 Hvað getum við höggvið af timbri á Íslandi

Ólafur Eggertsson og Arnór Snorrason Skógræktinni

11.50-12.00 Yfirlit um úrvinnslu timburs á Íslandi

Bergrún Þorsteinsdóttir og Sigríður Júlía
Brynleifsdóttir Skógræktinni

12.05-13.00 Hádegisverður

 

 

Fundarstjóri: Fjalar Sigurðarson

13.00-1310 Framtíðarfræði - möguleg(ar) framtíð(ir) Nýsköpunarmiðstöð Íslands - Framtíðarsetur Íslands
13.15-13.25 Lífkol, hvað er það? Tom Fox, Fox Forestry LLC Bandaríkjunum
13.30-13.40 Þróun aðferða við að nota viðarafurðir
í fóður og matvæli
Birgir Örn Smárason Matís
13.45-13.55 Byggingarefnið timbur Ólafur Wallevik, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
14.00-14.10 Drónamælingar, samanburður á viðarmagnsspá
með dróna og venjulegum mælingum
Sidney Gunnarsson Svarma og Björn Traustason, Bjarki Þór Kjartansson og Lárus Heiðarsson Skógræktinni
14.15-14.25 Á klasahugmyndafræðin erindi við timburmenn Íslands?

Hannes Ottósson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands

14.30-15.00 Kaffihlé  
15.00-15.10 TreProX Björn Bjarndal Jónsson Skógræktinni
15.15-15.25 LIBBIO-verkefnið og lífhagkerfið
Páll Árnason, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
15.30-15.40 Áhrif skaðvalda á vöxt nytjatrjáa Halldór Sverrisson Skógræktinni
15.45 Fyrirlestrum lokið, þátttakendur búa sig til ferðar  
16.00 Brottför að Laugarvatni  
     
19.00 Fordrykkur og fleira skemmtilegt  
20.00 Hátíðarkvöldverður  

 

Fimmtudagur

Fundarstjóri: Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir

9.00-9.15 Skógur, kjarr, sauðfé og svarti dauði Egill Erlendsson, prófessor HÍ
9.20-9.35 Langtímaáhrif áburðar á gróður, kolefni
og nitur í sandjörð
Guðni Þorvaldsson, Hólmgeir Björnsson og Þorsteinn Guðmundsson LbhÍ
9.40-9.55 Skógrækt á lögbýlum - reynsla og upplifun
þátttakenda (COST-verkefni)
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Arnór Snorrason Skógræktinni
10.00-10.25 Kaffihlé og veggspjaldakynning  
10.25-10.40 Viðarmagnsspá fyrir Vesturland Ellert Arnar Marísson Skógræktinni
10.45-11.00 Foreldragreiningar á íslenskum lerkiblendingum Sæmundur Sveinsson, Matís og Brynjar Skúlason Skógræktinni
11.05-11.20 Áhrif skjóls á vöxt birkis Hallur Björgvinsson Skógræktinni
11.25-11.40 Áhrif tegundablöndunar á lifun, vöxt
og kolefnisbindingu: 15 ára niðurstöður
Jón Hilmar Kristjánsson o.fl., LbhÍ
11.45-12.00 Skógarkolefnisreiknir Arnór Snorrason Skógræktinni
13.05-13.20 Áhrif loftslagsbreytinga á vöxt trjáa Edda Sigurdís Oddsdóttir Skógræktinni
13.25-13.40 Áhrif jarðvegshlýnunar á magn, vaxtarhraða
og líftíma róta grenis
Páll Sigurðsson LbhÍ
14.05-14.15 Samantekt og ráðstefnuslit  

 

Veggspjöld

Veggspjöld eru sett upp í upphafi ráðstefnunnar en veggspjaldakynning er á dagskrá 18. mars kl. 10.00-10.25.

Titill
Höfundar
Bæjarstaður - Kvísker - Steinadalur: 10 ára samanburður á birkikvæmum frá SA-landi
Bjarni Diðrik Sigurðsson LbhÍ og Barbara Stanzeit, Skógræktarfélagi Garðabæjar
Ips acuminatus associated fungi eða Pathogenic potential of Ophiostoma clavatum Þórhildur Ísberg LbhÍ og Rikka Linnakoski LUKE
Hraundís, apótekið úr skóginum Hraundís Guðmundsdóttir Skógræktinni
Effects of land use change on soil properties, aboveground carbon stocks and biodiversity Julia C. Bos, Bjarni D. Sigurðsson, Ólafur Arnalds, Ásrún Elmarsdóttir, Bjarki Þór Kjartansson, Edda S. Oddsdóttir, Gunnhildur Eva Gunnarsdóttir, Helena Marta Stefánsdóttir, Járngerður Grétarsdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir, Kjartan Kjartansson, LbhÍ o.fl.
Áhrif nituráburðar á uppsöfnun kolefnis í sandjörð Guðni Þorvaldsson prófessor, Hólmgeir Björnsson prófessor emeritus og Þorsteinn Guðmundsson LbhÍ
Endurheimt staðargróðurs við Þingvallaveg Steinunn Garðarsdóttir og Ása L. Aradóttir LbhÍ
Framvinda jarðvegsdýra - 20 árum eftir uppgræðslu á Geitasandi Esther Kapinga LbhÍ, Guðmundur Halldórsson Landgræðslunni, Hlynur Óskarsson LbhÍ, og Erla Sturludóttir
Aðferðafræði við mat á kolefnisforða í skógum einkaaðila Gústaf Jarl Viðarsson o.fl. LbhÍ
Stafafura (Pinus contorta) í Norðtunguskógi. Fræ: Dreifing - magn - spírun
Björk Kristjánsdóttir, Valdimar Reynisson og Bjarni Diðrik Sigurðsson LbhÍ

Undirbúningsnefnd Fagráðstefnu 2020

Bjarni D. Sigurðsson Landbúnaðarháskóla Íslands (bjarni@lbhi.is)
Brynja Hrafnkelsdóttir Skógfræðingafélagi Íslands (brynja@skogur.is)
Jón Ásgeir Jónsson Skógræktarfélagi Íslands
Hlynur G. Sigurðsson Landssamtökum skógareigenda
Sigríður Ingvarsdóttir Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Hreinn Óskarsson Skógræktinni
Björn Bjarndal Jónsson Skógræktinni
Harpa Dís Harðardóttir Skógræktinni
Ólafur Eggertsson Skógræktinni

Bakhjarlar Fagráðstefnu 2020

Merki Ölgerðar Egils Skallagrímssonar

 
Sett á vef: Pétur Halldórsson