Í undirbúningi er systurverkefni Hekluskóga á Hafnarsandi í Ölfusi, svo­kall­að­ir Þorláks­skógar. Skógræktin hefur þegar efnt til samstarfs um verkefnið ásamt Land­græðslu ríkisins og Sveitarfélaginu Ölfusi. Þorláksskógar munu skýla byggðinni í Þorlákshöfn og nágrenni og þar er tækifæri til að rækta verð­mæta nytjaskóga á landi sem áður var örfoka og gaf engan arð. Sömuleiðis er nú til um­ræðu að Skógræktin taki að sér skóggræðslu á svæðum sem Land­græðsl­an hefur haft til uppgræðslu í Þingeyjarsýslum.