Táknræn mynd af starfsmanni með tölvu og tímaskráningarskífuLaunastefna

Markmið Skógræktarinnar er að hæfir starfsmenn veljist til starfa hjá stofnunum og fyrirtækjum hennar, þeir uni þar hag sínum vel og hafi metnað til að takast á við þau verkefni sem bíða úrlausnar. Launastefnu Skógræktarinnar er ætlað að styðja við og efla þjónustu stofnunarinnar að gæðum og skilvirkni. Hún skal taka mið af heildarmarkmiðum og starfsáætlunum stofnunarinnar.

Launaákvarðanir

Launaákvarðanir skulu vera gagnsæjar og málefnalegar. Mikilvægt er að laun taki mið af þeim kröfum sem starf gerir til starfsmanns með tilliti til ábyrgðar, álags og sérhæfni. Einnig er mikilvægt að laun taki mið af hæfni og frammistöðu starfsmanna og hvetji starfsmenn til að veita sem besta þjónustu.