Lat. Melampsoridium betulinum

Lífsferill

Birkiryð (Melampsoridium betulinum) leggst á íslensku birkitegundirnar, fjalldrapa og ilmbjörk. Algengast er birkiryð á blöðum birkiplantna í uppeldi. Þá getur neðra borð blaðanna orðið alþakið gróflekkjum sveppsins. Venjulega sjást flekkirnir þó ekki fyrr en seint í júlí og ná hámarki í byrjun september.

Tjón

Birkiryð veldur oft verulegum skaða á birkiskógum og er til mikils ama í plöntuuppeldi.

Varnir gegn skaðvaldi

Fátt er til varna en vísbendingar eru um að sum birkikvæmi hafi meira mótstöðuafl við birkiryði en önnur