Tsuga mertensiana

Hæð: Stór tré, óvíst um mögulega hæð hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna, beinvaxin tré með keilulaga krónu og slútandi toppsprota

Vaxtarhraði: Afar hægur

Landshluti: Víða um land

Sérkröfur: Þurfa að vera undir trjáskermi í æsku

Styrkleikar: Mjög skuggþolin, gott frostþol,  langlíf, þroskar fræ árvisst hérlendis, laus við óþrif

Veikleikar: Þurfa algjört skjól í æsku

Athugasemdir: Fyrir þá sem vilja koma fjallaþöll til, t.d. sem garðtré, er gott að rækta hana í potti í köldu gróðurhúsi í a.m.k. 5-6 ár áður en hún er gróðursett