Starfsmenn rannsóknasviðs taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi. Samstarfi sem lýtur að beinum rannsóknum er lýst á verkefnavef Mógilsár, en að auki er virk þátttaka á ráðstefnum, fundum og vinnustofum.  Sú þátttaka nýtist á ýmsan hátt í vinnu starfsmanna, bæði sem fræðsla og eins til styrktar tengslaneti. Hér fyrir neðan eru helstu samstarfsverkefni á erlendum vettvangi, sem ekki teljast til beinna rannsóknaverkefna. Verkefni á vegum COST (European Cooperation in Sience & Technology) njóta styrkja úr rannsóknasjóði Evrópusambandsins. Þátttakendur fá m.a. endurgreiddan ferða- og uppihaldskostnað.

COST-áætlun um mat á nýtanlegum trjávið í evrópskum skógum

2017: Verkefninu lauk formlega 2014 en lokaútgáfa þess, bók með kafla um íslenskar aðstæður, var gefin út á árinu: Forest Inventory-based Projection Systems for Wood and Biomass availability

COST Action FP1305  „BioLink - Linking belowground biodiversity and ecosystem function in European forest“

Vefur

Verkefni um líffræðilegan fjölbreytileika í jarðvegi og tengsl við vistfræðilega þjónustu evrópskra skóga. Verkefnið hófst 2014 og lauk í mars 2018. Unnið er í greinaskrifum og lokafundur var haldinn á Spáni í mars.

Þátttakandi frá Skógræktinni er Edda Sigurdís Oddsdóttir. 

COST Action FP1401 “A global network of nurseries as early warning system against alien tree pests (Global Warning)”

Vefur

Verkefni um hnattrænt samstarf um varnir gegn innfluttum skaðvöldum á trjám. Verkefnið hófst 2015 og tveir starfsmenn Skógræktarinnar, Halldór Sverrisson og Brynja Hrafnkelsdóttir, hafa verið virkir þátttakendur. Gert er ráð fyrir einum lokafundi á árinu 2018 en verkefninu lýkur á árinu.

COST Action CA15226 "Climate-Smart Forestry in Mountain Regions"

Vefur

Verkefni um að kortleggja bestu aðferðir við skógrækt til að tryggja samtímis jákvæða byggðaþróun á skógarsvæðum í fjalllendi með viðurkenningu á vistþjónustu skógræktar, bætta aðlögun og  þanþol og mildunaráhrif fjallaskóga á loftlagsbreytingar. Arnór Snorrason, sérfræðingur á Mógilsá, og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðstjóri auðlindasviðs Skógræktarinnar, hafa verið virkir þátttakendur. Á árinu 2018 koma til landsins á vegum verkefnisins tveir ungir vísindamenn sem munu vinna að því að skilgreina vistkerfisþjónustu kolefnisbindingar skógræktar í bændaskógaverkefnum á Íslandi í samráði við íslensku þátttakendurna.

Verkefnið hófst 2016 og lýkur í lok árs 2020.

Improving the effectiveness of forest research results

Vefur

Verkefni með styrk frá SNS Nordic Forest Research. Markmiðið er að hámarka nýtingu rannsóknaniðurstaðna í skógrækt með því að miðla reynslu mismunandi landa. Þátttakendur frá Skógræktinni eru Edda S. Oddsdóttir, sviðstjóri rannsóknasviðs og Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar.

Centre of Advanced Research on Environmental Services from Nordic forest ecosystems

Vefur

Verkefni með styrk frá SNS Nordic Forest Research. Þátttakandi frá Skógræktinni er Edda S. Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs.

NEFOM – North European FOrest Mycologist

Vefur

Verkefni með styrk frá SNS Nordic Forest Research. Þátttakandi frá Skógræktinni er Edda S. Oddsdóttir, sviðstjóri rannsóknasviðs.