Quercus robur

Hæð: Óvíst hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna tré með breiða krónu

Vaxtarhraði: Mjög hægur

Hvaða landshluta: Víða um land

Sérkröfur: Skjól í æsku

Styrkleikar: Tignarlegt tré, blaðfegurð, viður

Veikleikar: Lítil reynsla af tegundinni

Athugasemdir: Fá eldri eikartré eru til í görðum á Íslandi en á undanförnum árum hafa margir reynt sig við ræktun eikur. Reynslan er sú að eikin er lífseig þótt vöxtur sé hægur og stundum verði haustkal. Á komandi árum verða eikur því æ algengari sjón í görðum landsmanna