Hér má finna merki Skógræktarinnar í ýmsum útgáfum.

Merki Skógræktarinnar hannaði Halldór Björn Halldórsson, grafískur hönnuður. Merkið má ekki toga eða teygja, ekki má setja á það útlínur, skipta um lit eða leturgerð. Merkið skal vera grænt á hvítum grunni að jafnaði en einnig má það vera svart á ljósum grunni eða hvítt á svörtum grunni. Letrið skal alltaf vera svart á hvítum grunni eða hvítt á svörtum.

Í flestum tilfellum skal nota lárétta útgáfu merkisins. Lóðrétt útgáfa notist í þeim tilvikum þegar láréttri útgáfu verður ekki komið fyrir svo vel sé. Merki Skógræktarinnar má nota án texta í undantekningartilfellum, svo sem við merkingu fatnaðar eða farartækja. Það er því eingöngu til notkunar innan stofnunarinnar. Einnig má nota merkið sem grafískan þátt í bakgrunni við ýmiss konar hönnun prent- og vefefnis fyrir stofnunina.

Virða skal það rými sem gert er ráð fyrir í kringum merkið svo ekki sé letur eða myndefni innan þess ramma. Sjá nánar í hönnunarstaðli Skógræktarinnar:

Í flestum tilfellum skal nota lárétta útgáfu merkisins:

Lóðrétt útgáfa notist í þeim tilvikum þegar láréttri útgáfu verður ekki komið fyrir svo vel sé.

Ef upp koma spurningar um notkun merkisins, vinsamlegast hafið samband við kynningarstjóra.