Kynbætur og klónatilraunir á alaskaösp og kynbætur og kvæmatilraunir á sitkagreni

 

Alaskaösp

2017: Byrjað að fjölga nokkrum klónum sem þegar sýna yfirburði. Klónatilraun í Hrosshaga var mæld svo og afkvæmatilraunin í Belgsholti. Plantað var út sænskum úrvalsklónum á Mógilsá (WoodBio+). Klónatilraun lögð út á Hafnarsandi.

2018: 

Haldið var áfram að mæla afkvæmatilraunir úr víxlunum 2002-06. Mældur var hluti af asparklónasafni (50 úrvalstré úr fyrrnefndum víxlunum) í Hrosshaga. Nýir klónar valdir til fjölgunar á Tumastöðum, en aðrir teknir út. Sænsku klónarnir á Mógilsá voru mældir og brummyndun í lok sumars metin. Í gangi er verkefni styrkt af sjóði Hjálmars og Else Bárðarson, með tilraunir með aðferðir við „beina stungu“ aspargræðlinga og notkun lúpínu til þess að fóstra og næra asparskóga á næringarsnauðu landi (samstarfsverkefni Skógræktarinnar og Landbúnaðarháskóla Íslands). Valdir voru 25 nýir klónar úr safni til þess að hraðfjölga á árinu 2019.

 Sitkagreni - kvæmi og tegundir

2018: Allar heillegar grenikvæmatilraunir sem lagðar voru út á árunum 1995-96 voru mældar sumarið 2018. Gögnin voru slegin inn og gerð tilbúin til greiningar.

Rannsóknarsvið

Erfðaauðlindir

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason