Kynbætur og klónatilraunir á alaskaösp og kynbætur og kvæmatilraunir á sitkagreni

 

Alaskaösp

2017: Byrjað að fjölga nokkrum klónum sem þegar sýna yfirburði. Klónatilraun í Hrosshaga var mæld svo og afkvæmatilraunin í Belgsholti. Plantað var út sænskum úrvalsklónum á Mógilsá (WoodBio+). Klónatilraun lögð út á Hafnarsandi.

2018: Haldið verður áfram að mæla afkvæmatilraunir úr víxlunum 2002-06. Mæla hluta af asparklónasafni (50 úrvalstré úr fyrrnefndum víxlunum) í Hrosshaga. Græðlingabeð með úrvalsklónum á Tumastöðum e.t.v. aukið. Nýir klónar valdir til fjölgunar á Tumastöðum, en aðrir teknir út. Tilraun á Hafnarsandi tekin út. Klónatilraun í Hrosshaga mæld, svo og sænska tilraunin á Mógilsá. Plantað verður út plöntum úr söfnun Jóns Hákonar Bjarnasonar í Alaska síðasta haust. Í gangi er verkefni styrkt af sjóði Hjálmars og Else Bárðarson, með tilraunir með aðferðir við „beina stungu“ aspargræðlinga og notkun lúpínu til þess að fóstra og næra asparskóga á næringarsnauðu landi (samstarfsverkefni Skógræktarinnar og Landbúnaðarháskóla Íslands).

 

Rannsóknarsvið

Erfðaauðlindir

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason

Starfsmenn Skógræktarinnar

Halldór Sverrisson

Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir