Alnus tenuifolia

Hæð: Miðlungsstórt tré, ætti að geta náð a.m.k. 15 m hérlendis

Vaxtarlag: Beinvaxið tré með keilulaga krónu

Vaxtarhraði: Hraðvaxnara en gráelri en vex þó hægt í mólendi

Landshluti: Um land allt
Sérkröfur: Sambúð við geislasvepp af ættkvíslinni Frankia, ljóselsk tegund

Styrkleikar: Niturbindandi, vex hratt, hugsanlega timburtré

Veikleikar: Lítil reynsla enn sem komið er

Athugasemdir: Blæelri er náskylt gráelri og talið undirtegund þess af sumum flokkunarfræðingum. Verðskuldar meiri notkun í trjá- og skógrækt