Abies lasiocarpa

Hæð: Miðlungsstórt tré, gæti náð allt að 20 m hérlendis

Vaxtarlag: Beinvaxið, einstofna tré með keilulaga krónu

Vaxtarhraði: Hægur í fyrstu en síðan miðlungshraður

Landshluti: Einkum í innsveitum

Sérkröfur: Þarf skjól í æsku, helst skerm hávaxnari trjáa, þarf frjósaman jarðveg

Styrkleikar: Skuggþolin tegund, gott frostþol, formfegurð, jólatré

Veikleikar: Þináta, toppar brotna af í hvassviðri, ekki frumherjategund

Sem jólatré: Nokkrar vonir eru bundnar við fjallaþin sem jólatré. Unnið hefur verið að kvæmavali og kynbótum á fjallaþin í þeim tilgangi að finna erfðafræðilegan efnivið sem gefur örugg og góð jólatré í ræktun hérlendis. Fjallaþinur er mjög barrheldinn og ilmar vel. Hefur nokkuð breytilegan lit en er ljósari á lit en nordmannsþinur og jafnvel með bláleitan blæ. Verið er að rækta fram bæði blátt og grænt yrki.

Athugasemdir: Nokkrar vonir eru bundnar við fjallaþin sem jólatré. Unnið hefur verið að kvæmavali og kynbótum á fjallaþin í þeim tilgangi að finna erfðafræðilegan efnivið sem gefur örugg og góð jólatré. Afkomendur úrvalstrjáa úr tilraunum hafa verið gróðursettir í frægarða, bæði blátt og grænt yrki, sem gefa munu fræ til jólatrjáaræktunar á komandi árum.