Picea x lutzii

Hæð: Stórt tré, getur náð a.m.k. 30 m hæð hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna, beinvaxið tré með keilulaga krónu

Vaxtarhraði: Hægur í fyrstu en síðan hraður

Landshluti: Um land allt

Sérkröfur:  Forðast að planta í frostpolla og rýra lyngmóa

Styrkleikar: Gott vind- og saltþol, betra frostþol að hausti en sitkagreni, viður

Veikleikar: Sitkalús

Athugasemdir: Oft er mikill breytileiki í því sem við köllum sitkabastarð – allt frá því að vera nánast hreint hvítgreni yfir í nánast hreint sitkagreni.