Sitkaelri í forgrunni og í baksýn uppvaxandi skógurEyjólfsstaðir eru á einstökum stað í fögrum Fossárdal í Berufirði, um 100 metrum yfir sjó.

Þar búa Guðný Gréta Eyþórsdóttir og Hafliði Sævarsson sauðfjárbúi og stunda skógrækt. Ferðaþjónusta er líka á bænum.

Landið er rýrt, landslagið stallað með klöppum næst brúnum en gróðri á milli klappanna eins og sést ágætlega á myndinni.

Skógræktin hófst í verkefninu Nytjaskógrækt á bújörðum 1998. Skipu­lagður er 31 hektari skógar en einnig er öflug skjólbeltarækt og mikið unnið að uppgræðslu.

Rússalerki og sitkagreni voru aðaltegundirnar í áætluninni með blöndu af stafafuru og ösp á völdum svæðum. Einkennandi er líka sitkaelri sem dreift hefur úr sér og grætt landið.

Guðný Gréta  Eyþórsdóttir og Hafliði Sævarsson Þarna er hraustlegur skógur sem gefa mun ríkulegar viðarafurðir en er líka góður til útivistar.